Sjálfbærni
Hugsjón Courtyard by Marriott Reykjavík Keflavík Airport Hotel er að hafa jákvæð áhrif á samfélag okkar með því að sýna fordæmi um sjálfbæran hótelrekstur.








Samstarf við Bláa Herinn & Garðasel
Við hjá KEFCY erum í virku samstarfi við bæði Bláa Herinn og leikskólann Garðasel.
Blái herinn sér um að hreinsa upp umhverfið í kringum hótelið með góðum árangri. Þann 5. október fóru elstu börn leikskólans í gróðursetningarferð að Courtyard Marriott og gróðursettu ásamt starfsfólki hótelsins 40 sitkagreni plöntur. Eitt af markmiðum Íslands í bindingu CO2 er að endurheimta birkiskóga landsins.
Sjálfbærir valkostir hjá The Bridge Restaurant & Bar
Veitingarstaðurinn býður uppá mismunandi lífræn vín og The Bridge bjórinn okkar kemur frá Litla Brugghúsinu sem er staðsett í Suðurnesjabæ. Eigendur Brugghúsins eru þrír og koma þeir allir af Suðurnesjum og sérhæfa þeir sig í vönduðum handverksbjór.
Litla Brugghúsið er aðeins 11 mín. akstursfjarlægð frá Courtyard by Marriott Reykjavík Keflavík Airport.
Veitingarstaðurinn er í góðu samstarfi við íslenska framleiðendur og býður meðal annars uppá íslenskt sjávarfang ásamt öðrum íslenskum afurðum.